Hremmingar ekki yfirstaðnar

Kostnaður banka og fjármálafyrirtækja við fjármögnun með útgáfu skuldabréfa hefur ekki verið meiri síðan á tíunda áratug síðustu aldar, að því er segir í Financial Times. Í ljósi þess hafa m.a. íslenskir bankar reynt að fjármagna stærri hluta starfseminnar með innlánum eins og Icesave og Edge.

Í frétt Financial Times segir að margt bendi til þess nú að yfirstandandi hremmingar á fjármálamörkuðum fari versnandi. Fólk hafi áhyggjur af fjárhagslegu heilbrigði bankastofnana, fjölgun vanskila á lánum og versnandi ástandi í efnahagsmálum almennt.

Þetta allt geri það að verkum að ávöxtunarkrafa á skuldabréf hefur hækkað umtalsvert, sem þýðir að fjármögnunarkostnaður hækkar fyrir útgefendur bréfanna, banka og fjármálafyrirtæki.

Tryggingarálagið hækkar

Skuldatryggingarálag á skuldabréf bandarískra fjárfestingarbanka hefur hækkað umtalsvert og hefur ekki verið hærra síðan á tíunda áratugnum. Í Evrópu og Asíu er sömu sögu að segja og hefur álagið ekki verið hærra í tíu ár. Einn þeirra þátta sem fjárfestar hafa áhyggjur af er framtíð hálf-opinberu íbúðalánasjóðanna bandarísku, Fannie Mae og Freddie Mac, og áhrif þeirra á hagkerfið í heild sinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK