Íslandsálagið staðreynd

Ingólfur Bender
Ingólfur Bender

Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Glitn­is, seg­ir í morgun­korni Glitn­is að sér­stakt Íslands­álag á fjár­mögn­un­ar­kjör ís­lensku bank­anna sé staðreynd og sýni­legt í sam­an­b­urði á skulda­trygg­inga­álagi ís­lensku bank­anna og sam­bæri­legra banka er­lend­is. Álagið mót­ist öðru frem­ur af skoðun alþjóðamarkaða á stöðu hag­kerf­is­ins og hversu vel það sé í stakk búið til að styðja við starf­semi fjölþjóðlegra banka.

"Ann­ars veg­ar mót­ast álagið af þeirri skamm­tíma­sveiflu sem hag­kerfið er að ganga í gegn­um og hins veg­ar hvernig hag­kerfið er upp byggt og þá sér­stak­lega hversu smátt kerfið er í sam­an­b­urði við stærð bank­anna. Álagið er mis­jafn­lega sýni­legt eft­ir því hversu áhættu­fælni er mik­il á er­lend­um mörkuðum," seg­ir í morgun­korni Glitn­is.

Ingólf­ur seg­ir að þó tals­verður ár­ang­ur geti náðst við að bank­arn­ir, ríkið og Seðlabanki legg­ist á eitt við að bæta ástandið muni Íslands­álagið án efa ekki hverfa að fullu nema með kerf­is­breyt­ingu. Styrk­ing gjald­eyr­is­forða sé góð viðleitni til að efla Seðlabank­ann sem trú­verðugan lán­veit­anda til þrauta­vara en er ekki langvar­andi lausn fyr­ir hag­kerfi sem vill bjóða fjölþjóðleg­um bönk­um sam­keppn­is­hæft starfs­um­hverfi. Á meðan mynt­kerfið sé jafn lítið og raun ber vitni muni því fylgja kerf­isáhætta sem kem­ur niður á alþjóðlegri sam­keppn­is­hæfni banka sem hefðu höfuðstöðvar á Íslandi.

"Leiðirn­ar til að losa fjár­mála­kerfið við Íslands­álagið til langs tíma eru lík­lega helst tvær: Ann­ars veg­ar er hægt að stækka mynt­kerfið, þ.e. að ger­ast þátt­tak­andi í stærra myntsvæði sem skapaði bönk­un­um trú­verðugan bak­hjarl. Evr­an er þar lík­lega besti kost­ur­inn m.a. vegna vægi þeirr­ar mynt­ar í ut­an­rík­is­viðskipt­um,  þó að sú leið sé sein­far­in. Hin leiðin er upp­gjöf við að byggja upp alþjóðlega banka­starf­semi hér á landi og að bank­arn­ir finni sér þá ann­an bak­hjarl en Seðlabanka Íslands með því að flytja höfuðstöðvar sín­ar af landi brott," skrif­ar Ingólf­ur Bend­er.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK