Mikið tap á rekstri HB Granda

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Tap á rekstri HB Granda var 3198 millj­ón­ir króna á fyrri hluta árs­ins en á sama tíma­bili árið áður varð 2933 millj­óna króna hagnaður.

Rekstr­ar­tekj­ur fyrri árs­helm­ings voru 6917 millj­ón­ir en voru 7696 millj­ón­ir árið áður. Seg­ir fé­lagið að lægri tekj­ur skýrist einkum af mun minni afla. Þannig minnkaði veiði þorsks um 42% og loðnu um 47% vegna minnkaðra afla­heim­ilda, sem og ýsu um 31% vegna minni þorskveiði.

Fé­lagið seg­ir, að það sem af er seinni árs­helm­ingi 2008 hafi upp­sjáv­ar­skip HB Granda veitt rúm­lega 33 þúsund tonn af norsk-ís­lenskri síld og mak­ríl og sé afla­verðmætið rétt inn­an við einn millj­arð króna, sem er held­ur meira en heild­arafla­verðmæti skip­anna á fyrri árs­helm­ingi. Afl­inn hef­ur all­ur farið í bræðslu, mest í verk­smiðju fé­lags­ins á Vopnafirði. Tog­ar­ar fé­lags­ins hafa einnig aflað vel, einkum af ufsa.

HB Grandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK