Verðbólgan 14,5%

Þegar mæling vísitölunnar fór fram í ágúst var útsölu á …
Þegar mæling vísitölunnar fór fram í ágúst var útsölu á fötum og skóm að mestu lokið mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Vísi­tala neyslu­verðs  hækkaði um 0,9% í ág­úst frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hækkaði einnig um 0,9% frá júlí. Síðastliðna tólf mánuði  hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 14,5% en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 14,6%. Verðbólg­an hef­ur ekki mælst jafn mik­il í 18 ár eða frá júlí 1990 er hún var 15,5%. Er þetta minni hækk­un vísi­töl­unn­ar held­ur en grein­ing­ar­deild­ir bank­anna spáðu en spá þeirra hljóðaði upp á 1-1,1% hækk­un á milli mánaða.

Grein­ing­ar­deild­ir Kaupþings og Glitn­is spáðu 1,1% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs í ág­úst en grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans spáði 1% hækk­un vísi­töl­unn­ar.

Bens­ín og olía lækk­an en fatnaður og mat­ur hækka

Sam­kvæmt frétt á vef Hag­stofu Íslands lækkaði verð á bens­íni og ol­í­um um 3,9% (vísi­tölu­áhrif -0,2%) en verð á mat og drykkjar­vör­um hækkaði um 1,8% (0,23%). Sumar­út­söl­um er að ljúka og hækkaði verð á föt­um og skóm um 4,7% (0,19%).

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis lækkaði um 0,3% (-0,06%). Þar af voru áhrif af lækk­un markaðsverðs -0,11% en áhrif af hækk­un raun­vaxta voru 0,05%. Þá hækkaði verð á efni til viðhalds hús­næðis um 6,3% (0,25%).

Þriggja mánaða verðbólga 11,5%

Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,8% sem jafn­gild­ir 11,5% verðbólgu á ári (10,9% fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans tel­ur að 12 mánaða verðbólga nái há­marki í ág­úst en að hratt dragi úr verðhækk­un­um þegar út­sölu­lok eru geng­in yfir og krón­an hef­ur brot­ist úr geng­is­lækk­un­ar­fasa síðustu mánaða. Grein­ing­ar­deild­in á von á því að verðbólga mæl­ist 12% frá upp­hafi til loka þessa árs.

Grein­ing Glitn­is á von á því í  sept­em­ber að vísi­tala neyslu­verðs hækki hraust­lega á milli mánaða en á þó von á að árs­hækk­un vísi­töl­unn­ar taki að minnka lít­il­lega milli mánaða og að verðbólg­an verði ríf­lega 12% í upp­hafi næsta árs.

Grein­ing­ar­deild Kaupþings tel­ur að gera megi ráð fyr­ir að vísi­tala neyslu­verðs hækki áfram næstu þrjá mánuði en ef gengi krón­unn­ar staðnæm­ist mun tölu­vert hægja á verðbólg­unni í fram­hald­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK