Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir seðlabankann

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Eins og út­litið er nú virðist sem Seðlabanki Íslands hafi teflt fram öll­um sín­um trú­verðug­leika við að halda vöxt­um nægi­lega háum nægi­lega lengi til að ná settu 2,5% verðbólgu­mark­miði inn­an tveggja ára. Þetta kem­ur fram í Hálf fimm frétt­um Kaupþings þar sem pen­inga­mála­stefna Seðlabank­ans er gagn­rýnd.

Seg­ir þar að for­senda þess að ávinna sér trú­verðug­leika sé að setja  raun­hæf mark­mið sem hæfa ís­lensk­um aðstæðum.

Læt­ur eins og þol­mörk séu ekki til

„Ef litið er á þol­mörk Seðlabanka Íslands (+/-​1,5% í kring­um 2,5% mark­miðið) sést að verðbólgu­mark­mið bank­ans hef­ur svig­rúm uppá 1–4% sam­kvæmt lög­um. Þetta er raun­ar meiri sveigj­an­leiki en hjá flest­um öðrum lönd­um á verðbólgu­mark­miði. 

Hins veg­ar hef­ur Seðlabanki Íslands frá 2005 látið sem þessi þol­mörk séu ekki til þegar pen­inga­mála­stefn­an er rök­studd og skýrð. Þess í stað miðar bank­inn aðeins við einn punkt, 2,5% verðbólgu, í stað bils.  Þannig hef­ur verið þrengt veru­lega að svig­rúmi Seðlabank­ans til þess að styðja við stöðug­leika og hamla sam­drætti í efna­hags­líf­inu – sam­hliða því að fylgja verðbólgu­mark­miðinu.

Bank­inn hef­ur jafn­framt sett trú­verðug­leika sinn að veði til þess að ná mjög þröngu mark­miði við mjög erfiðar aðstæður – sem hef­ur mistek­ist trekk í trekk þrátt fyr­ir mikla hækk­un stýri­vaxta. Og það hlýt­ur að hafa veikt trú­verðug­leika bank­ans," að því er seg­ir í Hálf fimm frétt­um.

Ljóst að tölu­verður sam­drátt­ur er vænt­an­leg­ur og raun­ar sýni­leg­ur

Eins og staðan er nú virðist sem Seðlabanki Íslands hafi teflt fram öll­um sín­um trú­verðug­leika við að halda vöxt­um nægi­lega háum nægi­lega lengi til að ná settu 2,5% mark­miði inn­an tveggja ára. Þetta ger­ist á sama tíma og all­ur hinn vest­ræni heim­ur er í lausa­fjárþreng­ing­um og hrávör­ur hafa marg­fald­ast í verði.

„Ljóst er að tölu­verður sam­drátt­ur er vænt­an­leg­ur – og raun­ar þegar sýni­leg­ur – í efna­hags­lífi hér­lend­is. Kostnaður­inn við að hitta þetta þrönga mark­mið á til­ætluðum tíma verður að öll­um lík­ind­um mjög hár. Á hinn bóg­inn – eins og Seðlabank­inn hef­ur sett upp og jafn­vel sagt með bein­um orðum - mun eft­ir­gjöf eyða öll­um trú­verðug­leika bank­ans og setja framtíð sjálf­stæðrar pen­inga­mála­stefnu í hættu. Ljóst er einnig af þeirri gagn­rýni sem Seðlabank­inn hef­ur orðið fyr­ir á op­in­ber­um vett­vangi að marg­ir hafa misst trúna á gildi sjálf­stæðrar pen­inga­mála­stefnu.

Lyk­il­atriðið er að geta sýnt sveigj­an­leika án þess að glata trú­verðug­leika – það er ein­mitt það svig­rúm sem þol­mörk­in eiga að gefa. Jafn­vel hafa sum lönd – líkt og Tyrk­land – ákveðið að víkka út þol­mörk sín til þess að ná þessu fram. Önnur líkt og Nýja-Sjá­land hef­ur ákveðið að lækka vexti þrátt fyr­ir að verðbólga sé utan mark­miðs með því lof­orði að verðbólg­an kæm­ist niður fyr­ir þol­mörk að 2-3 árum liðnum.

Ef Seðlabanki Íslands hefði sömu viðmið og Seðlabanki Nýja-Sjá­lands stæði hann nú frammi fyr­ir því verk­efni að ná verðbólgu niður fyr­ir 4% fyr­ir mitt ár 2010. Þetta er mun sveigj­an­legra, raun­hæf­ara og kostnaðarminna mark­mið en að ætla sér að koma verðbólg­unni niður fyr­ir 2,5% inn­an tveggja ára líkt og Seðlabank­inn virðist nú stefna að. Og þarf ekki að skaða trú­verðug­leika bank­ans.

Þol­mörk­in hafa því hlut­verk og Seðlabank­inn ætti að taka þau aft­ur í notk­un sem fyrst. Vel mætti hugsa sér að ís­lenska ríkið myndi víkka út þol­mörk Seðlabanka Íslands til þess að létta und­ir með hon­um svo bank­inn þurfi ekki að streða langt fyr­ir utan mark­mið í lang­an tíma og þannig skaða trú­verðug­leika sinn eða skaða hag­kerfið með því að reyna ná mark­miðum sem eru óraun­hæf.

For­senda þess að ávinna sér trú­verðug­leika er að setja sér raun­hæf mark­mið sem hæfa ís­lensk­um aðstæðum frek­ar en að setja sér of þröng mark­mið sem bíta af trú­verðug­leik­an­um í hvert skipti sem þau falla," að því er seg­ir í vef­riti grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK