Olíuverð hækkar af ótta við Gustav

HO

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í októ­ber hef­ur hækkað um 1,43 dali tunn­an í dag og er 119,58 dal­ir í ra­f­ræn­um viðskipt­um á NY­MEX markaðnum í New York. Í gær­kvöldi var loka­verð hrá­ol­íu 118,15 dal­ir tunn­an á NY­MEX en dags­hækk­un­in var 1,88 dal­ir. Brent Norður­sjávar­ol­ía hef­ur hækkað um 1,27 dali á markaði í Lund­ún­um í dag er nú 117,49 dal­ir tunn­an af olíu til af­hend­ing­ar í októ­ber.

Er það einkum ótti við af­leiðing­ar hita­belt­is­storms­ins Gustav sem hef­ur haft áhrif til hækk­un­ar í dag. Stefn­ir storm­ur­inn nú í átt að  vinnslu­stöðvum olíu­fé­lag­anna í Mexí­kóflóa.

Royal Dutch Shell hef­ur þegar flutt um 300 starfs­menn á brott af svæðinu og BP hef­ur hafið brott­flutn­ing starfs­manna af svæðinu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK