Greining Glitnis reiknar með að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla verði að meðaltali nærri 159 næstu mánuðina. „Í kringum áramótin reiknum við með að gengisvísitalan verði í kringum 158, evran kosti tæpar 122 krónur og Bandaríkjadalur ríflega 81 krónu.
Á nýju ári reiknum við með nokkuð örri gengishækkun krónunnar samhliða batnandi ástandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og betra ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Líkt og í síðustu spá gerum við ráð fyrir að gengi krónu hækki um 12% á fyrri hluta næsta árs og 8% á síðari hluta ársins. Við spáum því að gengisvísitalan verði í kringum gildið 130 í lok næsta árs, evran í tæplega 101 krónu og dalurinn í 67 krónum," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.