Spá óbreyttum stýrivöxtum út árið

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Grein­ing Glitn­is hef­ur breytt stýri­vaxta­spá sinni og tel­ur grein­ing­ar­deild­in nú að stýri­vext­ir Seðlabanka Íslands verði óbreytt­ir út árið eða 15,5%. Í stýri­vaxta­spá grein­ing­ar Glitn­is frá því 23. júlí var því spáð að banka­stjórn Seðlabank­ans myndi lækka stýri­vexti úr 15,5% í 15,0% sam­hliða birt­ingu nýrr­ar þjóðhags- og verðbólgu­spár í nóv­em­ber­byrj­un.

„Ný­leg­ar hag­töl­ur benda til hæg­ari kóln­un­ar fast­eigna­markaðar á sum­ar­mánuðum og held­ur meiri spennu á vinnu­markaði en við reiknuðum með. Vænt­ing­ar neyt­enda til efna­hags­ástands­ins eft­ir 6 mánuði juk­ust í ág­úst sam­kvæmt vænt­inga­vísi­tölu Gallup, og bend­ir það til að neyt­end­ur vænti þess að betri tíð sé í vænd­um á nýju ári, þótt enn gæti mik­ill­ar svart­sýni í sögu­legu sam­hengi.

Þá hef­ur geng­isþróun und­an­farið verið óhag­stæðari en bank­inn reiknaði með. Verðbólgu­horf­ur það sem eft­ir lif­ir árs eru því dekkri Seðlabank­inn gerði ráð fyr­ir í síðustu verðbólgu- og þjóðhags­spá sem birt var 3. júlí síðastliðinn," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

Stýri­vext­ir lækki á fyrsta árs­fjórðungi 2009

Grein­ing Glitn­is reikn­ar nú með að stýri­vöxt­um Seðlabank­ans verði haldið óbreytt­um í 15,5% á næstu tveim­ur skipu­lögðu vaxta­ákvörðun­ar­dög­um bank­ans 11. sept­em­ber og 6. nóv­em­ber næst­kom­andi.

„Þá spá­um við því að bank­inn hefji lækk­un­ar­ferli vaxta sinna á 1. fjórðungi næsta árs þegar verðbólg­an er á und­an­haldi og skýr­ari merki verða kom­in fram um farið sé að hægja á vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar.

Hins veg­ar er ekki hægt að úti­loka að vext­ir verði lækkaðir fyrr, sér í lagi ef verðbólguþróun næstu mánaða reyn­ist hag­stæðari en spá okk­ar ger­ir ráð fyr­ir og lands­fram­leiðslu­töl­ur þær sem Hag­stof­an birt­ir um miðjan sept­em­ber benda til veru­legs sam­drátt­ar í inn­lendri eft­ir­spurn það sem af er ári.

Hér verður einnig að hafa í huga að þótt und­an­far­in verðbólga sé veru­leg get­ur raun­vaxta­stig hækkað hratt ef lít­il verðlags­hækk­un er í píp­un­um. Auk held­ur má færa fyr­ir því rök að áhrifa­mátt­ur hárra inn­lendra stýri­vaxta sé nú meiri en raun­in var fram á 1. fjórðung þessa árs þar sem aðgang­ur heim­ila og fyr­ir­tækja að nýju er­lendu láns­fé er nú afar tak­markaður og ekki horf­ur á veru­leg­um breyt­ing­um í þeim efn­um á næst­unni.

Við reikn­um með nokkuð bröttu lækk­un­ar­ferli vaxta og spá­um því að stýri­vext­ir verði komn­ir í 9,5% í lok næsta árs og 7,5% um mitt árið 2010. Áður höfðum við spáð því að vext­ir yrðu 9% í árs­lok 2009 og 7% um mitt ár 2010."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK