Verð á hráolíu hefur hækkað um 1,44 dali tunnan í morgun og er 117,03 dalir í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Er það ótti við afleiðingar hitabeltisstormsins Gustavs sem veldur hækkuninni en stormurinn er á leið yfir Mexíkóflóa þar sem mikil olíuframleiðsla fer fram. Í gærkvöldi lækkaði verð á hráolíu um 2,56 dali í New York og var lokaverð hennar 115,59 dalir tunnan.