Samkeppniseftirlitið beitir Byr dagsektum

BYR.
BYR. mbl.is/G.Rúnar

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að beita Byr sparisjóði dagsektum, en Byr hefur vanrækt að afhenda upplýsingar varðandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samruna SPRON og Kaupþings. Byr sparisjóður skal greiða eina milljón kr. á dag þar til umbeðnar upplýsingar hafa borist.

Samkeppniseftirlitið vinnur að athugun á samkeppnislegum áhrifum samruna SPRON hf. og Kaupþings banka hf. Við mat m.a. á stærð þess markaðar sem umrædd félög starfa á taldi eftirlitið nauðsynlegt að afla upplýsinga frá fjölda fjármálafyrirtækja sem starfa á Íslandi.

Í málinu liggur fyrir að Byr sparisjóður hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Samkeppniseftirlitsins um upplýsingar. Svar Byrs sparisjóðs sent 22. júlí 2008 innihélt ófullnægjandi upplýsingar og ítrekun Samkeppniseftirlitsins frá 18. ágúst sl. hefur enn ekki verið svarað.

Það er mat Samkeppniseftirlitsins að Byr sparisjóður hafi með ítrekuðu athafnaleysi sínu vanrækt ótvíræða lagaskyldu um upplýsingaskyldu samkvæmt. 19. gr. samkeppnislaga. Telur eftirlitið óhjákvæmilegt að beita
heimild 38. gr. samkeppnislaga og taka ákvörðun um álagningu dagsekta vegna nefndrar vanrækslu Byrs sparisjóðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK