Tap OR 16,4 milljarðar

Tap Orku­veitu Reykja­vík­ur á fyrstu sex mánuðum árs­ins nam 16,4 millj­örðum króna sam­an­borið við 8,2 millj­arða króna hagnað á sama tíma­bili í fyrra. Á öðrum árs­fjórðungi nam hagnaður OR 838 millj­ón­um króna. Seg­ir í til­kynn­ingu horf­ur í rekstri Orku­veitu Reykja­vík­ur á ár­inu 2008 eru góðar. Þar kem­ur fram að óhag­stæð geng­isþróun á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins skýr­ir niður­stöðuna að öllu leyti.

Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins juk­ust um 919 millj­ón­ir miðað við sömu mánuði árs­ins 2007. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta, EBITDA, var 5,8 millj­arðar króna sam­an­borið við 5,3 millj­arða króna rekstr­ar­hagnað á sama tíma­bili árið áður. 

Rekstr­ar­tekj­ur fyrstu sex mánuði árs­ins námu 11.369 millj­ón­um króna en voru 10.450 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili árið áður. Hagnaður fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta, EBITDA, var 5.816 millj­ón­ir króna sam­an­borið við 5.325 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili árið áður. Fjár­magnsliðir voru nei­kvæðir um 22.187 millj­ón­ir króna á tíma­bil­inu, en voru já­kvæðir um 7.500 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili árið 2007.

Heild­ar­eign­ir þann 30. júní 2008 voru 218.265 millj­ón­ir króna en voru 191.491 millj­ón króna í árs­lok 2007. Eigið fé þann 30. júní 2008 var 71.798 millj­ón­ir króna en var 88.988 millj­ón­ir króna í árs­lok árið 2007.

Heild­ar­skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins þann 30. júní 2008 voru 146.467 millj­ón­ir króna sam­an­borið við 102.503 millj­ón­ir króna í árs­lok 2007. Eig­in­fjár­hlut­fall var 32,9% þann 30. júní 2008 en var 46,5% í árs­lok 2007. Fjár­muna­tekj­ur og fjár­magns­gjöld voru nei­kvæð um 22,2 millj­arða króna sam­an­borið við 7,5 millj­arða króna hagnað fyr­ir sama tíma­bil árið 2007. Nei­kvæð staða vegna geng­is­mun­ar og gjald­miðlasamn­inga nam 30,4 millj­örðum króna á tíma­bil­inu en gang­v­irðis­breyt­ing­ar inn­byggðra af­leiða í raf­orku­sölu­samn­ing­um skiluðu 11 millj­arða króna hagnaði á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka