Spenntu bogann of hátt

Áhyggj­ur af stöðu danska banka­kerf­is­ins hafa auk­ist í kjöl­far yf­ir­töku danska seðlabank­ans á Hró­arskeldu­banka.

Í frétt Berl­ingske Tidende seg­ir að hálfs­árs­upp­gjör danskra banka sýni að þeir séu enn að tak­ast á við af­leiðing­ar lána­stefnu und­an­far­inna ára. Seg­ir í grein­inni að marg­ir danski bank­ar hafi spennt bog­ann of hátt í út­lán­um sín­um og að hlut­fall út­lána á móti inn­lán­um sé hærra en eðli­legt geti tal­ist.

Þegar heild­ar­upp­hæð út­lána sé marg­föld á við eigið fé banka, auk þess sem þau séu mörg tengd fallandi fast­eigna­markaði, sé ástæða til að hafa áhyggj­ur, seg­ir í frétt­inni. Gæði lána­safn­anna séu hins veg­ar ekki í öll­um til­fell­um ljós og því sé í raun ómögu­legt að vita hvaða bank­ar standi höll­um fæti og hverj­ir ekki.

Eng­um ætti hins veg­ar að koma á óvart lendi fleiri bank­ar í vand­ræðum eins og Hró­arskeldu­banki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK