Spenntu bogann of hátt

Áhyggjur af stöðu danska bankakerfisins hafa aukist í kjölfar yfirtöku danska seðlabankans á Hróarskeldubanka.

Í frétt Berlingske Tidende segir að hálfsársuppgjör danskra banka sýni að þeir séu enn að takast á við afleiðingar lánastefnu undanfarinna ára. Segir í greininni að margir danski bankar hafi spennt bogann of hátt í útlánum sínum og að hlutfall útlána á móti innlánum sé hærra en eðlilegt geti talist.

Þegar heildarupphæð útlána sé margföld á við eigið fé banka, auk þess sem þau séu mörg tengd fallandi fasteignamarkaði, sé ástæða til að hafa áhyggjur, segir í fréttinni. Gæði lánasafnanna séu hins vegar ekki í öllum tilfellum ljós og því sé í raun ómögulegt að vita hvaða bankar standi höllum fæti og hverjir ekki.

Engum ætti hins vegar að koma á óvart lendi fleiri bankar í vandræðum eins og Hróarskeldubanki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK