Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Fyrsta forsíða Nyhedsavisen.
Fyrsta forsíða Nyhedsavisen.

Útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út á morgun. Var starfsfólki blaðsins tilkynnt þetta í pósti frá framkvæmdastjóra blaðsins og ritstjóra í kvöld. Dótturfélags 365, áður Dagsbrún, Dagsbrun Media í Danmörku hleypti Nyhedsavisen, af stokkunum en það er nú í meirihlutaeigu danska fjárfestisins Morten Lund. Stoðir Invest, sem er í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, minnkuðu hlut sinn í útgáfufélaginu í júlí, úr 49% í 15%.

Á vef Børsen kemur fram að fyrir einungis þremur dögum síðan hafi Morten Lund ætlað að kaupa annað útgáfufélag fríblaðs, MetroXpress. Á föstudag var haft eftir Lund að stefnt væri að úgáfu á stóru fríblaði og að blöðin yrðu sameinuð.

Á vef Børsen á föstudag var haft eftir sérfræðingi Kaupþings í fjölmiðlum, Henrik Schultz, að hugmyndin á bak við kaupin á MetroXpress væri góð hjá Nyhedsavisen.

Lund lýsir yfir vonbrigðum sínum með það að þurfa hætta útgáfunni í tölvupósti til starfsmanna. Segist hann hafa barist til síðasta blóðdropa til þess að bjarga blaðinu sem hann og allir lykilstjórnendur hafi haft trú á en fjárhagslega hafi ekki annað verið hægt en að hætta útgáfunni. Hann mun eiga fund með starfsmönnum Nyhedsavisen í fyrramálið og skýra stöðu mála.

Þegar greint var frá því í janúar að Morten Lund hefði keypt 51% hlut í  Nyhedsavisen af Baugi Group var haft eftir honum að hann hafi gert það með hagnað í huga. Í samtali við business.dk, viðskiptavef Berlingske Tidende, sagði hann að mikil verðmæti væru í rekstrinum og spennandi verkefni framundan. Vonir stæðu til þess að rekstur Nyhedsavisen nái núllpunkti í nóvember nk. og fari í kjölfarið að skila hagnaði. En til þess þyrfti að hagræða mikið í rekstri auk þess sem lesendum þyrfti að fjölga, án þess að upplagið stækkaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka