Fjármálaeftirlitið kærði Jafet til lögreglu

Jafet Ólafsson.
Jafet Ólafsson.

Fjármálaeftirlitið hefur kært Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra VBS fjárfestingabanka, til lögreglunnar fyrir að hafa afhent Sigurði G. Guðjónssyni hljóðupptöku af samtali Jafets og Geirs Zoëga árið 2006.

Vitnað er í grein, sem Sigurður skrifar á vefmiðilinn eyjuna.is. Þar kemur fram að í samtalinu ræddu þeir Jafet og Geir um viðskipti með bréf í Tryggingamiðstöðinni til umbjóðanda Sigurðar, Fjárfestingafélagsins Grettis. Grettir hugðist kaupa af Geir 5% hlut í Tryggingamiðstöðinni og var búið að semja um verð fyrir hlutina á föstudegi og ákveðið að ganga frá kaupunum á mánudegi kl. 15, fyrir milligöngu Jafets og Verðbréfastofunnar. 

Ekkert varð af kaupunum, að sögn  Sigurðar, enda hafi Geir hringt í Jafet rétt fyrir undirritun og þar sagst vera nýkominn af fundi með öðrum kaupendum og þeir hafi handsalað kaup á hlutnum.  Þetta samtal var hljóðritað.

Sigurði þótti slæmt að kaupin gengju ekki eftir og taldi ennfremur að yfirtökuskylda hefði myndast við hinn kaupsamninginn þar sem kaupendurnir áttu þegar stóran hlut í Tryggingamiðstöðinni.   Hann skrifaði erindi til Fjármálaeftirlitsins þess efnis og fékk hljóðupptökuna frá Jafeti erindinu til stuðnings. Geir taldi Jafet hafa brotið á sér trúnað með afhendingu upptökunnar og kvartaði til fjármálaeftirlitsins sem kærði Jafet til lögreglunnar.

Haft var eftir lögreglu í fréttum Útvarps, að rannsókn málsins sé langt komin.

Grein Sigurðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK