Litlar breytingar urðu á gengi krónunnar í dag. Við upphaf viðskipta stóð gengisvísitalan í 159,15 stigum en var við lokun 159,80 stig sem þýðir að krónan hefur veikst um 0,41%. Gengi Bandaríkjadals er 83,95 krónur, pundið er 151,25 krónur og evran 122,65 krónur. Velta á millibankamarkaði nam 14,7 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.