Vill fjóra stóra banka

Agnar Hansson
Agnar Hansson Rax / Ragnar Axelsson

Agnar Hansson, bankastjóri Icebank, telur ákjósanlegt að smærri fjármálafyrirtæki þjappi sér saman og myndi fjórða stóra aflið á bankamarkaði hér á landi. Það sé meðal annars forsenda þess að hægt sé að reka sparisjóði úti á landi með stuðningi frá höfuðborgarsvæðinu.

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Agnar að stór banki geti náð sér í fjármagn á alþjóðlegum markaði og látið til sín taka. Bendir hann á kosti eins og samvinnu VBS fjárfestingarbanka, Saga Capital og sparisjóðanna BYR og Sparisjóðs Keflavíkur. Hann segir að annað hvort fari menn í þessa samvinnu sjálfviljugir eða þeir verði tilneyddir.

„Ef sama þróun heldur áfram, og stærstu sparisjóðirnir verða étnir upp af stóru bönkunum er sparisjóðakerfið búið. Ef við viljum halda rekstri sparisjóðanna áfram er hægt að hugsa sér að stór öflugur sparisjóður eða sparisjóðabanki verði til á suðvesturhorninu. Einingarnar úti á landi geta haldið einhverju sjálfstæði en fá stuðning frá Reykjavík varðandi flest sem snýr að rekstrinum eins og áhættustýringu,“ segir Agnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK