Vill fjóra stóra banka

Agnar Hansson
Agnar Hansson Rax / Ragnar Axelsson

Agn­ar Hans­son, banka­stjóri Icebank, tel­ur ákjós­an­legt að smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki þjappi sér sam­an og myndi fjórða stóra aflið á banka­markaði hér á landi. Það sé meðal ann­ars for­senda þess að hægt sé að reka spari­sjóði úti á landi með stuðningi frá höfuðborg­ar­svæðinu.

Í viðtali við Morg­un­blaðið í dag seg­ir Agn­ar að stór banki geti náð sér í fjár­magn á alþjóðleg­um markaði og látið til sín taka. Bend­ir hann á kosti eins og sam­vinnu VBS fjár­fest­ing­ar­banka, Saga Capital og spari­sjóðanna BYR og Spari­sjóðs Kefla­vík­ur. Hann seg­ir að annað hvort fari menn í þessa sam­vinnu sjálf­vilj­ug­ir eða þeir verði til­neydd­ir.

„Ef sama þróun held­ur áfram, og stærstu spari­sjóðirn­ir verða étn­ir upp af stóru bönk­un­um er spari­sjóðakerfið búið. Ef við vilj­um halda rekstri spari­sjóðanna áfram er hægt að hugsa sér að stór öfl­ug­ur spari­sjóður eða spari­sjóðabanki verði til á suðvest­ur­horn­inu. Ein­ing­arn­ar úti á landi geta haldið ein­hverju sjálf­stæði en fá stuðning frá Reykja­vík varðandi flest sem snýr að rekstr­in­um eins og áhættu­stýr­ingu,“ seg­ir Agn­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK