Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun í dag greina frá því að um að einn milljarður punda, rúmlega 151 milljarður króna, verði settur í að reyna að bjarga fasteignamarkaði landsins sem á verulega undir högg að sækja. Verður fjármagninu varið í að aðstoða þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og fjölskyldur sem eiga hættu á að missa húsnæði sitt.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda munu þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og fjölskyldur með minna en 60 þúsund pund, 9,1 milljón króna, í árstekjur eiga kost á láni til fimm ára án þess að þurfa að greiða kostnað af láninu. Getur lánið numið allt að 30% að andvirði húsnæðisins. Auk þess verða stimpilgjöld afnumin þegar eignir sem kosta undir 175 þúsund pund eru keyptar næstu tólf mánuði.