Bresk stjórnvöld boða aðgerðir á fasteignamarkaði

Bretar hafa ekki farið varhluta af erfiðleikum á fasteignamarkaði
Bretar hafa ekki farið varhluta af erfiðleikum á fasteignamarkaði Reuters

Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun í dag greina frá því að um að  einn milljarður punda, rúmlega 151 milljarður króna, verði settur í að reyna að bjarga fasteignamarkaði landsins sem á verulega undir högg að sækja. Verður fjármagninu varið í að aðstoða þá sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og fjölskyldur sem eiga hættu á að missa húsnæði sitt.

Samkvæmt áætlun stjórnvalda munu þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign og fjölskyldur með minna en 60 þúsund pund, 9,1 milljón króna, í árstekjur eiga kost á láni til fimm ára án þess að þurfa að greiða kostnað af láninu. Getur lánið numið allt að 30% að andvirði húsnæðisins. Auk þess verða stimpilgjöld afnumin þegar eignir sem kosta undir 175 þúsund pund eru keyptar næstu tólf mánuði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK