Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast 106 dali tunnan

Reuters

Verð á hrá­ol­íu nálg­ast nú 106 dali tunn­an en í morg­un voru viðskipti með olíu í Asíu á 106,03 dali tunn­an. Skýrist lækk­un­in af því að felli­byl­ur­inn Gustav reynd­ist ekki jafn skaðleg­ur olíu­vinnslu í Mexí­kóflóa líkt og ótt­ast var. Eins er talið að draga muni enn frek­ar úr eft­ir­spurn eft­ir olíu í heim­in­um. 

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í októ­ber var í gær­kvöldi 111,12 dal­ir tunn­an á NY­MEX markaðnum í New York. Þann 11. júlí sl. reis olíu­verð hæst og var 147,27 dal­ir tunn­an og var sú hækk­un sem ein­kenndi heims­markaðsverð á olíu á þeim tíma rak­in til auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar í þró­un­ar­lönd­un­um. En vegna versn­andi efna­hags­ástands hef­ur veru­lega dregið úr eft­ir­spurn­inni meðal ann­ars í lönd­um eins og Indlandi og Kína.

Í Lund­ún­um lækkaði verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu um 2,01 dal tunn­an í morg­un og er 107,40 dal­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka