Íslenska viðskiptamódelið á undir högg að sækja

Magasin du Nord í Kaupmannahöfn var fyrsta stóra fjárfesting Íslendinga …
Magasin du Nord í Kaupmannahöfn var fyrsta stóra fjárfesting Íslendinga í Danmörku. mbl.is/GSH

Danska viðskiptablaðið Børsen segir í dag, að íslenskir fjárfestar eigi nú undir högg að sækja í Danmörku eftir að hafa farið mikinn í fjárfestingum þar  í flugrekstri, verslunum og fasteignum undanfarin ár. Hefur blaðið eftir sérfræðingum að íslenska viðskiptamódelið, eins og það er kallað, sé afar veikburða um þessar mundir.

Vísað er til þess, að danski kaupsýslumaðurinn Morten Lund hafi á sunnudagskvöld formlega þrýst á stöðvunarhnappinn hjá fríblaðinu Nyhedsavisen, sem Baugur hleypti af stokkunum fyrir nærri tveimur árum. 

Børsen  segir að það sé bæði styrkur og veikleiki íslenska viðskiptamódelsins, að fyrirtæki og bankar starfi náið saman. Gangi viðskiptin illa fái bankarnir á endanum skellinn.  

„Íslensku bankarnir eru undir þrýstingi vegna hækkandi vaxta og lækkandi gengis hlutabréfa," segir Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjáFitch Ratings í Lundúnum, við blaðið. 

Fitch lækkaði á síðasta ári lánshæfismat íslenska ríkisins úr AA- í A+. Rawkins segir að íslensku bankarnir séu nú á tímamótum og þurfi að endurfjármagna há lán á næsta ári.

„Því lengur sem lausafjárkreppan varir, þeim mun erfiðara verður viðfangsefni bankanna. Þeir eru í þröngri stöðu," segir Rawkins.

Blaðið ræðir einnig við Steen Thomsen, prófessor hjá viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, sem segir, að kerfisbundin áhætta sé mikil í íslenska bankakerfinu. Ef einn banki verði gjaldþrota gæti það haft þær afleiðingar að bankakerfið hryndi saman. Í kjölfarið myndi fjöldi fyrirtækja, sem bankarnir sjá fyrir fjármagni, einnig leggja upp laupana.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK