Sparisjóðsstjóraskipti í Sparisjóði Mýrasýslu

mbl.is/hag

Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þá hefur stjórn SPM ráðið Bernhard Þór Bernhardsson í stöðu sparisjóðsstjóra frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðnum, sem fréttavefur Skessuhorns vitnar til.

Bernhard hefur gegnt stöðu forstöðumanns viðskiptaþjónustu hjá SPM. Þar áður gegndi hann m.a. stöðu forseta viðskiptadeildar við Háskólann á Bifröst. Bernharð er Borgfirðingur að uppruna og býr í Borgarnesi.

Tap Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrstu 6 mánuðum ársins nam rúmum 4,6 milljörðum króna eftir skatta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK