Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, hefur óskað eftir að láta af störfum. Þá hefur stjórn SPM ráðið Bernhard Þór Bernhardsson í stöðu sparisjóðsstjóra frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðnum, sem fréttavefur Skessuhorns vitnar til.
Bernhard hefur gegnt stöðu forstöðumanns viðskiptaþjónustu hjá SPM. Þar áður gegndi hann m.a. stöðu forseta viðskiptadeildar við Háskólann á Bifröst. Bernharð er Borgfirðingur að uppruna og býr í Borgarnesi.
Tap Sparisjóðs
Mýrasýslu á fyrstu 6 mánuðum ársins nam rúmum 4,6 milljörðum króna eftir skatta.