Íslendingar aldrei veitt meira af ýsu

Íslensk fiskiskip hafa aldrei veitt eins mikið af ýsu og á síðasta fiskveiðiári, sem lauk á sunnudaginn. Alls veiddust tæp 88 þúsund tonn. Séu tölur Hafrannsóknastofnunar þrjátíu ár aftur í tímann skoðaðar er þetta met. Miðast þyngdin við slægðan afla.

„Það var óhemjumikil ýsuveiði,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna. Hins vegar vegi þetta lítið upp á móti niðurskurði þorskkvótans.

Friðrik bendir á að framlegð af þorskveiðum sé góð. Það tryggi útgerðum góðar tekjur og sjómönnum hærri laun. Vegna niðurskurðar verður hlutfallslega dýrara að ná í annan afla. Margir útgerðarmenn standa því frammi fyrir erfiðari tímum en oft áður. Hækkandi verð á olíu hafi þar líka sitt að segja.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir útgerðarmenn verða að bregðast við kvótaniðurskurði með hagræðingu. Þeir séu í samstarfi við aðra útgerð í Eyjum og hafi lagt einu skipi.

Hann viðurkennir að lægra gengi hafi fjölgað krónum sem fást fyrir seldan afla í útlöndum. Hins vegar hækki erlendar skuldir um leið. Það fari því eftir stöðu hverrar útgerðar hvernig til tekst að láta enda ná saman á þessu fiskveiðiári.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir erfitt að hefja nýtt fiskveiðiár með engan loðnukvóta í loftinu. Það verði þrautin þyngri að láta tekjur og gjöld stemma.

Í hnotskurn
» Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni segir nauðsynlegt að stórauka rannsóknir á loðnu við landið.
» Lægra gengi kemur sér vel fyrir þá sem selja afla til útlanda og skulda lítið.
» 40% minni þorskafli kemur á land nú en 2004.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK