Vilja banna innflutning á mjöli og lýsi frá Íslandi

Makríl landað á Þórshöfn í sumar.
Makríl landað á Þórshöfn í sumar. mbl.is/Líney

Sam­tök norskra út­gerðarmanna, Fiskebåt, vill að norsk stjórn­völd setji inn­flutn­ings­bann á mjöl og lýsi frá Íslandi á þeirri for­sendu, að Íslend­ing­ar hafi veitt nærri 100 þúsund lest­ir af mak­ríl án þess að hafa komið að stjórn á veiði úr sam­eig­in­leg­um mak­ríl­stofni.

Á heimasíðu  Fiskebåt seg­ir Audun Maråk, fram­kvæmda­stóri sam­tak­anna, að Íslend­ing­ar hafi eng­in veiðirétt­indi í mak­ríl og veiðarn­ar séu því um­fram heilda­kvót­ann. Þá geti Íslend­ing­ar ekki held­ur vísað til veiðihefðar.

„Mest af mak­ríln­um, sem ís­lensk skip veiða, fer í mjöl- og lýs­is­fram­leiðslu á Íslandi," seg­ir Maråk.

Sam­tök­in kvarta sár­an yfir því, að Íslend­ing­ar séu enn á ný að hefja utank­vóta­veiðar á fiski­stofn­um til að reyna að tryggja sér veiðikvóta.  Það sé einnig um­hugs­un­ar­vert, að þessi stefna Íslend­inga hafi skilað þeim ár­angri varðandi stofna á borð við þorsk í norðaust­ur Íshafi, norska vorgots­s­íld og kol­munna.

Það sé því í þágu norskra hags­muna að koma í veg fyr­ir mak­ríl­veiðar Íslend­inga. Vísa sam­tök­in til þess, að norsk stjórn­völd hafi heim­ild til að stöðva inn­flutn­ing á fiski, sem veidd­ur er utan viður­kenndr­ar veiðistjórn­un­ar. Þess vegna hvetja sam­tök­in norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið til að banna án taf­ar inn­flutn­ing á mjöli og lýsi frá Íslandi.

„Við von­um að Evr­ópu­sam­bandið fylgi þessu eft­ir með sams­kon­ar inn­flutn­ingstak­mörk­un­um," seg­ir Audun Maråk.

Heimasíða  Fiskebåt

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK