Greiða ekki lán sem Icebank veitti

Icebank hefur sent stjórn fjárfestingarfélagsins Suðurnesjamenn bréf og farið fram á að félagið leggi fram 2,5 milljarða króna í tryggingu fyrir láni sem notað var til að kaupa hlut í Sparisjóði Keflavíkur á síðasta ári. Eiríkur Tómasson, stjórnarformaður Suðurnesjamanna, segir að ekki sé samstaða um það innan félagsins að leggja aukna peninga í þessa fjárfestingu. Lánið, sem er erlent, hafi hækkað mikið og verðmæti eignarhlutarins í Sparisjóði Keflavíkur hrunið.

Icebank þarf að færa lánið á afskriftarreikning. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hækkaði afskriftarreikningur Icebank úr 55 milljónum króna í 3,9 milljarða.

Suðurnesjamenn eru hópur fjárfesta sem upphaflega buðu í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til að halda eignarhaldinu í heimabyggð eins og það var orðað. Þegar ekki varð af því sneru eigendur sér að fjárfestingum í Sparisjóði Keflavíkur, Icebank og Bláa lóninu.

Grímur Sæmundsen í Bláa lóninu var framkvæmdastjóri félagsins og er einn hluthafa í gegnum félagið Hvatningu. Aðrir eigendur tengjast útgerðarfélögunum Þorbirni – Fiskanesi, Nesfiski og Vísi í Grindavík. Einnig átti sjálfur Sparisjóður Keflavíkur hlut um tíma og Kaupfélag Suðurnesja er hluthafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK