UBS: Eigendur banka veikasti hlekkur þeirra

mbl.is

Greinendur svissneska bankans UBS, eins stærsta banka í Evrópu, spá því að gengi bréfa í Kaupþingi lækki niður í 550 á næstu tólf mánuðum. Gengi bréfa í Kaupþingi var 703 við lok dags í gær. Gengi bréfa í Glitni og Landsbankanum munu á sama tíma standa í stað samkvæmt spá UBS. Þetta kemur fram í skýrslu sem UBS gaf út í gær um stöðu banka á Norðurlöndum.

UBS ráðleggur viðskiptavinum sínum að selja í íslensku bönkunum líkt og í Danske Bank. Aðrir bankar á Norðurlöndum sem eru til umfjöllunar fá kaupráðgjöf eða hlutlausa greiningu. Andreas Hakansson, greinandi hjá UBS sem vann skýrsluna, segir fjármögnun íslensku bankanna ekki vera mesta áhyggjuefni íslensku bankanna eins þátttakendur á markaði hafa haldið fram. „Ég hef meiri áhyggjur af eignasafni bankanna og einnig stöðu stærstu eigenda þeirra,“ segir Andreas.

UBS hefur tapað þúsundum milljarða á niðursveiflunni. Friðrik Már Baldursson, prófessor í Háskólanum í Reykjavík, segir erlenda greinendur hafa nóg með sig. „Þúsunda milljarða tap UBS segir sína sögu um krefjandi umhverfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK