Viðskiptahalli aldrei meiri

Tap á beinni fjárfestingu Íslendinga erlendis, svokölluð endurfjárfesting, ræður mestu um að viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 128,1 milljarð á öðrum fjórðungi ársins eða um 38% af vergri landsframleiðslu. Halli þáttatekna hefur ekki áður mælst jafn mikill, og skýrist breytingin að mestu af tapi á beinni fjárfestingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Vaxtakostnaður vegna erlendra skulda hefur einnig hækkað. Vöruskipti í fjórðungnum voru nánast í jafnvægi en þjónustujöfnuður var neikvæður um 9,4 milljarða. Gengisáhrif voru fremur lítil í ársfjórðungnum. 

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 2095 milljarða í lok annars ársfjórðungs og versnaði um 27 milljarða í ársfjórðungnum. Endurmat á hreinni stöðu í lok síðasta árs leiddi til 196 milljarða bata. 

Vefur Seðlabankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK