Kaupþing og stjórnvöld í Líbýu fjárfesta í olíufélagi

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Líbýu og Kaupþing voru helstu kaupendur í hlutafjárútboði alþjóðlega olíufyrirtækisins Circle Oil nýverið. Samkvæmt frétt Reuters fréttastofunnar safnaði félagið um 33 milljónum punda í hlutafjárútboði en alls seldust 174 milljónir hluta á 19 pens á hlut.

Aðalkaupandinn í hlutafjárútboðinu er Libya Oil Holdings, sem er í eigu fjárfestingasjóðs í eigu stjórnvalda í Líbýu, en félagið keypti fyrir 19 milljónir punda og á eftir útboðið 29,7% hlut. Kaupþing á 15,6% hlut í Circle Oil eftir útboðið en bankinn keypti fyrir 10 milljónir punda í útboðinu.

Í tilkynningu frá Circle Oil kemur fram að féð verði notað til þess að fjármagna olíu- og gasleit í Marokkó, Túnis og Egyptalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK