Viðskiptahallinn ástæðan

Viðskipta­hall­inn við út­lönd skýr­ir að mestu þá miklu lækk­un sem hef­ur orðið á gengi krón­unn­ar í dag. Hann skýr­ir einnig að hluta lækk­un Úrvals­vísi­töl­unn­ar, að sögn Lúðvíks Elías­son­ar, sér­fræðings hjá grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans. Viðskipta­hall­inn var 128,1 millj­arður króna á öðrum árs­fjórðungi, sam­kvæmt töl­um sem Seðlabanki Íslands kynnti síðdeg­is í gær. Gengi krón­unn­ar hef­ur lækkað um 2,4% það sem af er degi. Úrvals­vísi­tal­an hef­ur lækkað um tæp­lega 1,8%.

Lúðvík seg­ir að veik­ing krón­unn­ar hefði vænt­an­lega verið mun meiri í morg­un ef ekki hefði verið til­kynnt um 13 millj­arða króna krónu­bréfa­út­gáfu Ra­bobank.

Hann seg­ir að það sé gott að sjá að vöru­skipt­in eru að ná jafn­vægi á öðrum árs­fjórðungi og þjón­ustu­jöfnuður. Hann seg­ir at­hygl­is­vert að Seðlabank­inn bendi á í til­kynn­ingu, sem hann sendi út í gær um viðskipta­hall­ann, að heimt­ur á skýrsl­um frá þeim aðilum sem ber að upp­lýsa bank­ann um er­lend viðskipti hafi batnað að und­an­förnu en samt er nokkuð um að þær ber­ist seint.

„Slíkt haml­ar vinnslu við upp­gjör greiðslu­jafnaðar og er­lendr­ar stöðu og dreg­ur úr ná­kvæmni og upp­lýs­inga­gildi upp­gjör­anna. Hvet­ur Seðlabank­inn þá sem skila eiga skýrsl­um um er­lend fjár­magnsviðskipti og stöðu eigna og skulda til að gera enn bet­ur," sam­kvæmt til­kynn­ingu Seðlabanka Íslands.

Meira um að tap sé flutt heim held­ur en hagnaður

„Þetta bend­ir til þess að seðlabank­inn taki ekki fullt mark á þess­um töl­um sjálf­ur. Það virðist vera miklu meira um það að menn færi heim tap af er­lendri eign en ekki hagnaðinn. Þannig að það skekk­ir þetta ör­ugg­lega heil­mikið. Eins virðist vanta mikl­ar upp­lýs­ing­ar um vaxta­tekj­ur af lán­um er­lend­is sem hafa verið veitt. Þannig að vaxta­jöfnuður­inn er mjög skakk­ur, það er vaxta­gjöld­in eru sex­tíu millj­arðar um­fram vaxta­tekj­urn­ar.

Þetta hvor­tveggja kem­ur mjög á óvart og eru miklu stærri töl­ur en við átt­um von og bend­ir til þess að þetta sé meg­in­skýr­ing­in á að þeir hvetja menn til að skila skýrsl­um. Það er þeir eru ekki með þær upp­lýs­ing­ar sem til þarf. En þetta er hrika­legt þegar svona töl­ur koma út og hef­ur mjög nei­kvæð áhrif eins og við sjá­um á krón­unni," seg­ir Lúðvík.

Að sögn Lúðvíks skýr­ir einnig lækk­un á Wall Street sem og á öðrum hluta­bréfa­mörkuðum lækk­un á ís­lensk­um hluta­bréfa­markaði í dag auk viðskipta­hall­ans.

Í Morgun­korni Glitn­is kem­ur fram að aukn­ing vaxta­gjalda um 60% á einu ári sé nokk­urt áhyggju­efni, en vaxta­gjöld vegna er­lendra skulda voru alls 108 ma.kr. á fjórðungn­um.

„Þó ber að geta þess að vaxta­tekj­ur hafa líka vaxið hratt og námu þær 48 mö.kr. í fjórðungn­um, sem jafn­gild­ir 50% aukn­ingu frá sama tíma í fyrra. Mis­mun­ur á vaxta­tekj­um og ¿gjöld­um end­ur­spegl­ar mis­mun­andi sam­setn­ingu er­lendra eigna og skulda, þar sem áhættu­fjár­magn er mun stærri hluti er­lendra eigna en skulda.

Tals­verður hluti aukn­ing­ar­inn­ar á báðum hliðum vaxta­jafnaðar er raun­ar til kom­inn vegna geng­is­lækk­un­ar krónu, sem hækk­ar að krónu­tölu höfuðstól eigna og skulda í er­lendri mynt. Gengi krónu var tæp­lega 30% lægra í júnílok en á sama tíma í fyrra," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK