Bandaríski seðlabankinn og háttsettur bandarískur embættismaður tilkynnti yfirmönnum fasteignalánasjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae í gærkvöldi að bandaríska ríkið væri að undirbúa að yfirtaka sjóðina tvo.
Stjórnendum sjóðanna var sagt á fundunum, að samkvæmt áætluninni yrði skipt um bæði stjórn og framkvæmdastjórn sjóðanna og hluthafar þeirra myndu myndu tapa nánast öllu hlutafé sínu. Sjóðirnir gætu hins vegar haldið áfram starfsemi þar sem bandaríska alríkisstjórnin ábyrgðist sluldbindingar þeirra.
Bandarískir fjölmiðlar segja að ómögulegt sé að áætla hvað þetta muni kosta bandaríska skattgreiðendur en það kunni að hlaupa á milljörðum dala.