Ike veldur usla á olíumarkaði

Reuters

Verð á hráolíu hækkaði talsvert í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun og skýrir styrkur fellibylsins Ike verðhækkun nú,  samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum á olíumarkaði. Ike nálgast Mexíkóflóa þar sem stór hluti olíuframleiðslu Bandaríkjanna fer fram. Hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í október um 1,89 dali og er 108,12 dalir tunnan.

Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 1,71 dal tunnan og er 105,80 dalir.

Fellibylurinn Ike náði ströndum Kúbu í nótt og er vindhraðinn 54 metrar á sekúndu. Er fastlega gert ráð fyrir að hann fari um Flórída og þaðan yfir Mexíkóflóa. Í síðustu viku þurfti að hætta starfsemi olíufyrirtækjanna á Mexíkóflóa vegna fellibylsins Gustavs og hækkaði verð á hráolíu vegna þess. Styrkur hans reyndist hins vegar ekki jafn mikill og spáð hafði verið og lækkaði verð á hráolíu í kjölfarið á ný.

Verð á hráolíu fór hæst í 147 dali tunnan í júlí en hefur lækkað jafnt og þétt að undanförnu og fór lægst í 104 dali tunnan í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK