Markaðir á uppleið

Ásdís Ásgeirsdóttir

 Hlutabréfavísitölur hafa rokið upp á öllum Norðurlöndunum í morgun og gengi krónunnar hefur einnig styrkst. Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,25% það sem af er degi. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,79% en SPRON hefur hækkað um 10,77%, Century Aluminum 6,25%, Exista 5,65% og Landsbankinn um 3,91%. Einungis eitt félag hefur lækkað í kauphöllinni, Eimskip um 0,32%.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 4,21%, Kaupmannahöfn 3,67%, Stokkhólmur um 4,9% og Helsinki um 3,95%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 3,78%.

Gengisvísitalan var 164,60 stig þegar viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði klukkan 9:15 í morgun en er nú 162,55 stig. Bandaríkjadalur stendur í 87,25 krónum, pundið er 153,40 krónur og evran 123,65 krónur. Veltan á millibankamarkaði er komin í 10,9 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK