Hlutabréfavísitölur vestanhafs hækkuðu í mikið í dag í kjölfar ákvörðunar bandarískra stjórnvalda að taka yfir bandarísku íbúðalánasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac. Dow Jones vísitalan hækkaði um 293,03 stig (2,61%) og er nú 11.513,99 stig. Nasdaq hækkaði um 13,88 stig (0,62%) og er nú 2.269,76 stig. Standard & Poor's 500 hækkaði um 25,62 stig (2,06%) og er nú 1.267,93 stig.
Hlutabréf deCode lækkuðu um 0,88% og er lokaverð deCode 1,12 dalir á hlut.