Heildareignir samstæða 36 lánastofnana í árslok 2007 námu alls 13.194 milljörðum króna og samanlagður hagnaður samstæða lánastofnana á árinu 2007 nam alls 173,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um íslenskan fjármálamarkað.
Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með ársreikningum ársins 2007 og ýmsum samandregnum upplýsingum úr ársreikningum fyrir viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða ásamt verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum.
Í skýrslunni kemur fram, að samanlagðar heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í árslok 2007 námu alls 682 milljörðum króna. Stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum í árslok 2007 voru alls 5890 og fjöldi afgreiðslustaða viðskiptabanka og sparisjóða var 157 í árslok 2007.