Atvinnuleysi mældist 1,2% í ágúst

Atvinnuleysi mældist 1,2% í ágústmánuði samanborið við 1,1% í júlí samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi eykst einnig níunda mánuðinn í röð og mælist nú rúmlega 1,2%. 

Á sama tíma á árinu 2007 var atvinnuleysi 0,9% eða 1.476 manns og hefur því aukist talsvert frá því sem það var með minnsta móti í fyrra.

Vinnumálastofnun segir í skýrslu um atvinnuástandið, að oft minnki atvinnuleysið milli ágúst og september. Í fyrra minnkaði atvinnuleysið um 10% milli þessara
mánaða og var þá 0,8% í september. Atvinnulausum í lok ágúst fjölgaði frá lokum júlí um 17, og um 731 frá sama tíma árið 2007. Vegna samdráttar í efnahagslífinu sé líklegt að atvinnuleysið í september 2008 muni aukast og verða á bilinu 1,2%-1,5%.

Skýrsla Vinnumálastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK