Sænska húsgagnakeðjan Ikea hefur hagnast vel á þessu ári. Forstjóri fyrirtækisins segir hins vegar í samtali við Dagens Industri í dag að eftir áratuga langa uppsveiflu sé farið að hægja á vexti fyrirtækisins.
Ikea, sem hefur aldrei verið skráð á hlutabréfamarkaðinum og greinir sjaldan frá fjárhagstöðu sinni, seldi vörur fyrir um 30 milljarða dali (um 2.700 milljarðar kr.) á síðasta fjárhagsári, sem lauk í ágúst. Frá þessu greindi Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri Ikea, í samtali við vefútgáfu Dagens Industri.
Svo háar tölur hafa ekki sést frá því fyrirtækið var stofnað árið 1943. Þetta er þrefalt meiri sala en var árið 1999.
Hann segir að það vera til marks um það að vöxturinn sé farin að minnka að salan milli 2007 og 2008 hafi aukist um 7%, miðað við 14% aukningu milli áranna 2006 og 2007.