Norski olíusjóðurinn hættir að fjárfesta í Rio Tinto

Grasbergnáman í Indónesíu.
Grasbergnáman í Indónesíu.

Norski olíusjóðurinn, eftirlaunasjóðurinn sem stór hluti olíuvinnslutekna Norðmanna rennur í, mun ekki lengur fjárfesta í bresk-ástralska námufyrirtækinu Rio Tinto, móðurfélagi Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Ástæðan er námuverkefni, sem Rio Tinto er með í Indónesíu en því fylgir gríðarleg mengun.

Norska ríkisútvarpið, NRK, hefur eftir Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra, að engar upplýsingar liggi fyrir um að Rio Tinto muni breyta um stefnu í Indónesíu og olíusjóðurinn geti ekki fjárfest í slíkum félögum.  

Olíusjóðurinn seldi fyrir tveimur árum hlutabréf í námufélaginu  Freeport McMoRan vegna þátttöku félagsins í umdeildum framkvæmdum í á Papua í Indónesíu við svonefnda Grasbergnámu, sem er stærsta gullnáma heims og þriðja stærsta koparnáma í heimi.

Í kjölfarið var bent á að Rio Tinto ætti 40% í Freeport McMoRan. Í apríl í ár bað norska fjármálaráðuneytið seðlabanka landsins að selja bréf olíusjóðsins í Rio Tinto Plc. og Rio Tinto Ltd. Þeirri sölu er lokið en alls voru seld hlutabréf fyrir 4419 milljónir norskra króna í Rio Tinto Plc. og fyrir 430 milljónir norskra króna í Rio Tinto Ltd. Samtals nemur þetta nærri 77 milljörðum íslenskra króna.

NRK segir að við framkvæmdirnar í Indónesíu sé um 230 þúsund tonnum af jarðefni út í vatnakerfi svæðisins og þessi losun muni aukast eftir því sem námugreftrinum vindur fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka