Sameinaður banki með 16,5 milljarða í eigið fé

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. mbl.is/Skapti

„Það er engin nauð sem rekur okkur í sameiningarviðræður. Bæði fyrirtækin standa ágætlega og saman getum við myndað öflugri heild,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson bankastjóri Saga Capital um hugsanlega sameiningu Saga og VBS fjárfestingarbanka. „Eiginfjárhlutfall sameinaðs félags yrði hátt sem ætti að gera okkur að enn betri lántakanda sem nyti betri kjara á lánamörkuðum. Þetta yrði jákvætt skref við núverandi aðstæður.“

Sameinaður banki yrði með 16,5 milljarða eigið fé og 31% CAD-eiginfjárhlutfall samkvæmt tilkynningu.

„Mér sýnist þetta vera jákvætt skref fyrir báða aðila,“ segir Agnar Hansson bankastjóri Icebank. Miklar vangaveltur hafa verið um samruna Icebank, VBS og Saga Capital.

Agnar segir Icebank ekkert hafa verið skilinn eftir í þessum viðræðum. Saga Capital og VBS eigi ágætlega saman og geti hagrætt í sínum rekstri. Hann reiknar með frekari sameiningum þó óljóst sé um næstu skref ennþá.

Ekki liggur fyrir hver skiptingin verður milli VBS og Saga Capital við sameiningu. Það verður þó ekki langt frá helmingaskiptum miðað við hálfsárs uppgjör félaganna.

Gert er ráð fyrir að ljúka sameiningaviðræðunum á næstu vikum og leggja samrunaáætlun fyrir hluthafafundi beggja banka eins fljótt og auðið er. bjorgvin@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK