Hagvöxtur 5% á öðrum ársfjórðungi

Framleiðsla álversins í Reyðarfirði hefur mikinn áhrif á hagvöxtinn.
Framleiðsla álversins í Reyðarfirði hefur mikinn áhrif á hagvöxtinn. mbl.is/ÞÖK

Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 5% að raungildi á 2. fjórðungi þessa árs frá sama tíma árið áður samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Á fyrstu sex mánuðum ársins er hagvöxtur talinn vera 4,1%. Í síðustu hagspá fjármálaráðuneytisins frá því í vor var spáð 0,5% hagvexti á árinu.

Þjóðarútgjöld drógust saman um 8% á öðrum ársfjórðungi, þar af einkaneysla um rösklega 3% og fjárfesting um tæp 26%. Samneysla óx hins vegar um tæp 4%. Þá er talið að útflutningur hafi vaxið um 25% en innflutningur hafi dregist saman um 12%.

Þessi þróun veldur því að verulega dró úr halla á vöru- og þjónustuviðskiptum samanborið við 2. ársfjórðung 2007 og skýrir þessi mikli bati vöxt landsframleiðslunnar á sama tíma og þjóðarútgjöld dragast saman.

Hagstofan segir, að þessi mikla aukning útflutnings og þar með  landsframleiðslu á 1. og einkanlega á 2. ársfjórðungi eigi að stórum hluta rót sína að rekja til þess að álframleiðsla Fjarðaáls komi nú inn. Stækkun Norðuráls hafi einnig sitt að segja. Afar lauslega megi áætla að þessi framleiðsluaukning auki hagvöxt á 2. fjórðungi um rösk 2% og um ½ til 1% á 1. fjórðungi.

Hagtíðindi Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK