Hagvöxtur síðasta árs meiri en áður var talið

Landsframleiðslan jókst um 4,9% á síðasta ári.
Landsframleiðslan jókst um 4,9% á síðasta ári.

Samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar var landsframleiðslan á árinu 2007  1293 milljarðar króna og jókst að raungildi um 4,9% frá fyrra ári. Þjóðartekjur jukust hins vegar mun meira  eða um 7,8% samanborið við 1,6% vöxt árið áður.

Þessi vöxtur kemur í kjölfar 4,4% vaxtar á árinu 2006. Hann er einnig mun meiri en áætlun Hagstofunnar í mars gerði ráð fyrir en þá var talið að hagvöxtur á árinu 2007 hefði orðið 3,8%. Breytingin skýrist einkum af meiri fjárfestingu og samneyslu en reiknað var með í mars auk endurskoðunar á mati á birgðum í stóriðju.

Hagstofan segir, að vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári megi öðru fremur rekja til verulegs vaxtar útflutnings og aukningar einkaneyslu. Á sama tíma dróst fjárfesting saman og einnig vöruinnflutningur. Segir Hagstofan, að þessi þróun sé allt önnur en á undanförnum fjórum árum þegar hagvöxtur var drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu.

Laun- og fjáreignatekjur frá útlöndum jukust meira en nam aukningu launa- og fjármagnsgjalda til útlanda.  Þessi aukning  og óbreytt viðskiptakjör leiddu  til þess að þjóðartekjur jukust  um 7,8%.

Hagtíðindi Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK