Sterling dregur saman seglin

Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli.
Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli. mbl.is/GSH

Danska lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í íslenskri eigu, virðist að sögn danskra fjölmiðla ætla að fækka áætlunarferðum í vetur um helming. Flugfélagið flýgur nú á 50 flugleiðum en samkvæmt vetraráætlun, sem birt hefur verið á heimasíðu félagsins og tekur gildi 26. október, verður ekki flogið á 24 þessara leiða frá októberlokum fram í mars.

Fram kemur á fréttavef Børsen, að margar þessara flugleiða tengist sumarleyfisferðum en athyglisvert sé, að ekki sé gert ráð fyrir flugi frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar og Brussel í vetur.

Flugfélagið hóf áætlunarflug til Gautaborgar í mars sl. en hefur flogið milli Kaupmannahafnar og Brussen frá 2004. Kaupsýslumenn nota þessar flugleiðir mikið og Sterling hefur mótað þá stefnu, að auka þjónustu við viðskiptalífið og keppa þannig við SAS. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK