Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, segir fyrirtækið ekki hafa staðið við starfslokasamning og skuldi sér 22 mánaða launagreiðslur. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að Baldur hafi höfðað mál á hendur félaginu sem stöðvaði greiðslur til hans í maí. Telur hann að Eimskip skuldi sér 140 milljónir króna.