Kaupþing í viðræðum um yfirtöku á Roskilde banka

Fullyrt er í Fréttablaðinu í dag, að Kaupþing hafi í ágúst átt í alvarlegum viðræðum um að yfirtaka Roskilde banka í Danmörku en hætt við á síðustu stundu þegar í ljós kom að staða danska bankans var verri en talið var. Danski seðlabankinn yfirtók Roskilde banka í kjölfarið.

Blaðið segir, að eigendur og stjórnendur Roskilde bank hafi átt í leynilegum viðræðum við Kaupþing og FIH, dótturfélag Kaupþings í Danmörku yfirtöku. Málið hafi verið mjög langt komið og hafi sérfræðingar Kaupþings fundað með yfirvöldum í dönsku fjármálalífi. Kaupþing dró sig hins vegar út úr viðræðunum þegar staða danska bankans skýrðist og tilkynnti seðlabanka Danmerkur það 28. ágúst.  Daginn eftir tók seðlabankinn Roskilde banka yfir.

Að sögn Fréttablaðsins lá fyrir áætlun um að taka bankann yfir gegn yfirtöku skulda. Efnahagsreikningur Roskilde nam ríflega 500 milljörðum króna á síðasta ári og hefðu þetta því orðið ein stærstu fyrirtækjakaup í íslensku viðskiptalífi. Stærstu lífeyrissjóðir Danmerkur komu að tilboðinu ásamt Kaupþingi í félagi við fleiri þarlendar lánastofnanir. Danske bank átti að koma að frekari fjármögnun eftir yfirtökuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka