Bush segir markaði ráða við bankakreppuna

00:00
00:00

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, sagði í dag að banda­ríska hag­kerið væri nægi­lega öfl­ugt til að ráða við þau um­brot, sem nú eru á fjár­mála­markaði vegna hruns fjár­fest­ing­ar­bank­ans Lehm­an Brot­h­ers og erfiðleika annarra fjár­mála­stofn­ana.

Bush gaf yf­ir­lýs­ing­una á blaðamanna­fundi með John Ku­four, for­seta Gana, sem er í heim­sókn í Washingt­on. Sagði Bush að Banda­ríkja­menn væru að von­um áhyggju­full­ir vegna þeirr­ar leiðrétt­ing­ar sem ætti sér stað á fjár­mála­mörkuðum.

Hann sagði að banda­rísk stjórn­völd fylgd­ust grannt með þró­un­inni og myndu grípa til ráðstaf­ana til að draga úr því að þess­ir at­b­urðir hafi áhrif á hag­kerfið í heild. 

George W. Bush og John A. Kufuor í Washington í …
Geor­ge W. Bush og John A. Kufu­or í Washingt­on í dag. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK