Bush segir markaði ráða við bankakreppuna

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að bandaríska hagkerið væri nægilega öflugt til að ráða við þau umbrot, sem nú eru á fjármálamarkaði vegna hruns fjárfestingarbankans Lehman Brothers og erfiðleika annarra fjármálastofnana.

Bush gaf yfirlýsinguna á blaðamannafundi með John Kufour, forseta Gana, sem er í heimsókn í Washington. Sagði Bush að Bandaríkjamenn væru að vonum áhyggjufullir vegna þeirrar leiðréttingar sem ætti sér stað á fjármálamörkuðum.

Hann sagði að bandarísk stjórnvöld fylgdust grannt með þróuninni og myndu grípa til ráðstafana til að draga úr því að þessir atburðir hafi áhrif á hagkerfið í heild. 

George W. Bush og John A. Kufuor í Washington í …
George W. Bush og John A. Kufuor í Washington í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka