Heldur dró úr lækkunum í Kauphöll Íslands þegar leið á daginn og lækkaði Úrvalsvísitalan um 1,73% í dag. Er lokagildi hennar 3.898,36 stig. Eimskip lækkaði mest eða um 21%, Eik banki 15,56%, Atlantic Petroleum 8,44%, Spron 6,54%, Century Aluminum 3,80%, Atorka 2,59%, Bakkavör 2,47% og Exista um 2,46%. Færeyjabanki hækkaði um 0,64%. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 38,30% það sem af er ári.