Hlutabréf Eimskipafélags Íslands hafa lækkað um 25% það sem af er degi en síðustu viðskipti með félagið voru á genginu 6. Eins og staðan er nú munar 33% á milli kaup og sölutilboða, hæsta kauptilboð er 6 en sala á genginu 8. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,97% í dag. Ekkert félag hefur hækkað í verði.
Atlantic Petroleum hefur lækkað um 5,19%, Exista hefur lækkað um 4,62%, Straumur 4,11%, Landsbankinn um 3,40%, Glitnir 3,10% og Kaupþing um 2,29%.