Bandaríska tryggingafélagið American International Group, sem er eitt stærsta tryggingafélag heims, hefur óskað eftir 40 milljarða dala neyðarláni frá seðlabanka Bandaríkjanna. Blaðið New York Times segir, að fyrirtækið geti aðeins starfað í nokkra daga fái það ekki lánið.
Tryggingafélagið hefur tapað gríðarlegum fjármunum vegna fasteignalánakreppunnar í Bandaríkjunum.