Reyna að róa bandaríska sparifjáreigendur

Henry Paulson.
Henry Paulson. Reuters

Bandarísk stjórnvöld hafa í dag reynt að róa bandaríska fjárfesta og almenning eftir að fjárfestingarbankinn Lehman Brothers óskaði eftir gjaldþrotavernd í morgun.

„Bankakerfið okkar er traust," sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn í kvöld. „Bandaríska þjóðin getur treyst því fullkomlega, að reikningar þeirra í bandarískum bönkum eru öruggir.

Fyrr í dag sagði George W. Bush, Bandaríkjaforseti, að bandaríska hagkerfið hafi styrk til að standast það umrót sem gjaldþrot Lehman Brothers valdi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK