Bandarísk stjórnvöld hafa í dag reynt að róa bandaríska fjárfesta og almenning eftir að fjárfestingarbankinn Lehman Brothers óskaði eftir gjaldþrotavernd í morgun.
„Bankakerfið okkar er traust," sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn í kvöld. „Bandaríska þjóðin getur treyst því fullkomlega, að reikningar þeirra í bandarískum bönkum eru öruggir.
Fyrr í dag sagði George W. Bush, Bandaríkjaforseti, að bandaríska hagkerfið hafi styrk til að standast það umrót sem gjaldþrot Lehman Brothers valdi.