Sögufræg fyrirtæki fara á hausinn

Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York.
Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York. BRENDAN MCDERMID

Stórtíðindi urðu á Wall Street um helg­ina, þegar tvö sögu­fræg fyr­ir­tæki þar hurfu af sjón­ar­sviðinu, til viðbót­ar Bear Ste­arns-bank­an­um, sem fór á haus­inn fyr­ir hálfu ári.

Lehm­an Brot­h­ers var fjórði stærsti  fjár­fest­inga­bank­inn í Banda­ríkj­un­um, stofnaður fyr­ir 158 árum. Merril Lynch var stofnaður 1914.

Til viðbót­ar þess­um fregn­um hafa frétt­ist borist af því, að stærsta trygg­inga­fé­lag í heimi, American In­ternati­onal Group (AIG), eigi í mikl­um erfiðleik­um og hafi leitað á náðir banda­ríska seðlabank­ans um neyðarlán.

Og alþjóðleg­ur hóp­ur banka hef­ur til­kynnt, eft­ir fund með banda­rísk­um emb­ætt­is­mönn­um í New York, að lagt verði í sjö­tíu millj­arða doll­ara sjóð til að aðstoða fjár­mála­fyr­ir­tæki sem eigi í vand­ræðum.

Frétta­rit­ari BBC seg­ir, að sam­an­lagt séu þetta mestu tíðindi sem orðið hafi á ein­um sól­ar­hring á Wall Street síðan á þriðja ára­tug síðustu ald­ar.

Tíu bank­ar - Bank of America, Barclays, Citi­bank, Cred­it Suis­se, Deutsche Bank, Goldm­an Sachs, JP Morg­an, Merril Lynch, Morg­an Stanley og UBS - hafa samþykkt að leggja hver um sig fram sjö millj­arða doll­ara.

Mark­miðið, að því er þátt­tak­end­ur í viðræðunum tjáðu AP, er að koma í veg fyr­ir að ofsa­hræðsla grípi um sig í verðbréfaviðskipt­um og öðrum fjár­málaviðskipt­um um heim all­an.

Þá hef­ur banda­ríski seðlabank­inn lagt sitt að mörk­um með aukn­um neyðarlán­veit­ing­um til fjár­fest­inga­banka.

Starfs­menn Lehm­an Brot­h­ers yf­ir­gáfu höfuðstöðvar bank­ans í gær með kassa og poka í hönd­um, og vildu ekki veita fjöl­miðlum viðtöl. Marg­ir voru með tár­vot augu og féllust í faðma. 

Lög­regl­an hafði girt bygg­ing­una af, en út­send­ing­ar­bíl­ar sjón­varps­stöðva stóður þar í röðum og marg­ir veg­far­end­ur fylgd­ust með og tóku mynd­ir.

Manni sem kom út úr bank­an­um var mis­boðið og hreytti út úr sér: „Finnst ykk­ur gam­an að horfa upp á þetta? Finnst ykk­ur þetta eitt­hvað sniðugt?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK