Sögufræg fyrirtæki fara á hausinn

Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York.
Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York. BRENDAN MCDERMID

Stórtíðindi urðu á Wall Street um helgina, þegar tvö sögufræg fyrirtæki þar hurfu af sjónarsviðinu, til viðbótar Bear Stearns-bankanum, sem fór á hausinn fyrir hálfu ári.

Lehman Brothers var fjórði stærsti  fjárfestingabankinn í Bandaríkjunum, stofnaður fyrir 158 árum. Merril Lynch var stofnaður 1914.

Til viðbótar þessum fregnum hafa fréttist borist af því, að stærsta tryggingafélag í heimi, American International Group (AIG), eigi í miklum erfiðleikum og hafi leitað á náðir bandaríska seðlabankans um neyðarlán.

Og alþjóðlegur hópur banka hefur tilkynnt, eftir fund með bandarískum embættismönnum í New York, að lagt verði í sjötíu milljarða dollara sjóð til að aðstoða fjármálafyrirtæki sem eigi í vandræðum.

Fréttaritari BBC segir, að samanlagt séu þetta mestu tíðindi sem orðið hafi á einum sólarhring á Wall Street síðan á þriðja áratug síðustu aldar.

Tíu bankar - Bank of America, Barclays, Citibank, Credit Suisse, Deutsche Bank, Goldman Sachs, JP Morgan, Merril Lynch, Morgan Stanley og UBS - hafa samþykkt að leggja hver um sig fram sjö milljarða dollara.

Markmiðið, að því er þátttakendur í viðræðunum tjáðu AP, er að koma í veg fyrir að ofsahræðsla grípi um sig í verðbréfaviðskiptum og öðrum fjármálaviðskiptum um heim allan.

Þá hefur bandaríski seðlabankinn lagt sitt að mörkum með auknum neyðarlánveitingum til fjárfestingabanka.

Starfsmenn Lehman Brothers yfirgáfu höfuðstöðvar bankans í gær með kassa og poka í höndum, og vildu ekki veita fjölmiðlum viðtöl. Margir voru með tárvot augu og féllust í faðma. 

Lögreglan hafði girt bygginguna af, en útsendingarbílar sjónvarpsstöðva stóður þar í röðum og margir vegfarendur fylgdust með og tóku myndir.

Manni sem kom út úr bankanum var misboðið og hreytti út úr sér: „Finnst ykkur gaman að horfa upp á þetta? Finnst ykkur þetta eitthvað sniðugt?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka