Verð á hráolíu niður fyrir 99 dali

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu fór niður fyrir 99 Bandaríkjadali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun eftir að í ljós kom að skemmdir á olíuvinnslu við strendur Texas vegna fellibylsins Ike eru minniháttar. Hráolía til afhendingar í október lækkaði um 2,28 dali tunnan í 98,90 dali á NYMEX í morgun.

Á föstudag hækkaði hráolíuverð um 31 sent á NYMEX í 101,18 dali tunnan eftir að hafa farið lægst í 99,99 dali tunnan fyrr um daginn. Hafði það ekki gerst síðan 2. apríl að viðskipti með hráolíu voru á lægra verði en 100 dali tunnan á NYMEX.

Bandaríkjadalur lækkar gagnvart evru og jeni

Skýrist lækkunin í morgun einnig af lækkun á gengi Bandaríkjadals gagnvart evru en evran hækkaði í 1,4318 dali í morgun en var 1,4229 dalir á föstudag. Eins lækkaði Bandaríkjadalur gagnvart jeni, í 105,78 jen en var 107,92 jen á föstudag. Mjög algengt er að fjárfestar taki stöður í olíu þegar gengi Bandaríkjadals lækkar. 

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í október um 1,85 dali tunnan í morgun og er 95,73 dalir tunnan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK