Gengi bréfa deCODE aðeins 50 sent

mbl.is/Sverrir

Gengi hlutabréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hrunið á bandaríska Nasdaqmarkaðnum það sem af er vikunni. Í gær lækkuðu bréfin um nærri 19% og í dag lækkuðu þau um 27,54% og er gengi þeirra aðeins 50 sent, hefur aldrei verið lægra.

Miðað við þetta gengi er markaðsvirði deCODE 30,9 milljónir dala, jafnvirði tæpra 2,9 milljarða króna.

Bréf deCODE voru skráð á Nasdaq  í júlí árið 2000 að undangengnu útboði þar sem útboðsgengi var 18 dalir á hlut. Fyrsta viðskiptadaginn á Nasdaq fór gengi bréfanna upp í 31,5 dali en fór síðan ört lækkandi eftir það. 

Áður hafði verð á hlutabréfum félagsins farið yfir 60 dali á gráa markaðnum svonefnda hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK