Keyptu Air Atlanta á 63 milljónir dala

Ein af flugvélum Air Atlanta.
Ein af flugvélum Air Atlanta.

Lykilstjórnendur Air Atlanta keyptu 100% hlutafé í félögunum Air Atlanta Icelandic og Northern Lights Leasing af Hf. Eimskipafélagi Íslands í árslok 2007 fyrir 63 milljónir dala, jafnvirði 5,8 milljarða króna. Hafa 54 miljónir dala, eða um 86% af kaupverðinu, verið greiddar til Eimskips.

Við kaupin á félögunum var Eimskip í ábyrgð fyrir 285 miljónum dala, jafnvirði 26,3 milljarða króna, vegna Air Atlanta og Northern Lights Leasing.  Það sem af er árinu 2008 hefur ábyrgðin verið lækkuð um 100 miljónir dala og er því nú um 185 miljónir dala. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta hefur sent frá sér vegna umfjöllunar um félagið í Viðskiptablaðinu í dag. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Í tengslum við frétt Viðskiptablaðsins í dag undir fyrirsögninni „Rekstur Atlanta seldur á 0 krónur” er eftirfarandi athugasemdum komið á framfæri:

Í október 2007 var ákveðið að skipta flugfélaginu Air Atlanta Icelandic upp í tvö félög, annars vegar flugfélagið Air Atlanta Icelandic og hins vegar flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing sem tók yfir flugflota Air Atlanta Icelandic. 

Í október 2007 voru uppi áform um að selja félögin í sitthvoru lagi, en ekki rættist úr þeim áformum þannig að gengið var til samninga við lykilstjórnendur Air Atlanta Icelandic um kaup á báðum félögunum í desember 2007.

Lykilstjórnendur Air Atlanta Icelandic gengu frá kaupum á 100% hlutafjár í félögunum Air Atlanta Icelandic og Northern Lights Leasing við Hf. Eimskipafélag Íslands á árslok 2007. 

Endanlegt kaupverð félagana var $63 miljónir.  Það sem af er árinu 2008 hafa $54 miljónir eða um 86% af kaupverðinu verið greiddar til Hf. Eimskipafélag Íslands.

Við kaupin á félögunum var Hf. Eimskipafélag Íslands í ábyrgð fyrir $285 miljónum vegna Air Atlanta og Northern Lights Leasing.  Það sem af er árinu 2008 hefur ábyrgðin verið lækkuð um $100 miljónir, og er því nú um $185 miljónir.

Ástæða þykir til að benda á að Hf. Eimskipafélag Íslands hefur ekki þurft að afskrifa neitt í bókum félagsins vegna sölunnar á Air Atlanta Icelandic og Northern Light Leasing.  Umtalsverður árangur hefur náðst það sem af er árinu 2008, undir krefjandi aðstæðum í flugiðnaði, þar sem 87% af kaupverði félagana hefur verið greitt og ábyrgðir lækkaðar um $100 miljónir. 

Unnið er að því að lækka enn frekar ábyrgðir Hf. Eimskipafélag Íslands vegna Air Atlanta Icelandic og Northern Lights Leasing, en Hf. Eimskipafélag Ísland er með veð í öllum flugvélum Northern Light Leasing.  Leitað verður áfram eftir tækifærum til að selja flugvélar Northern Lights Leasing til að minnka enn frekar ábyrgðir Hf. Eimskipafélags Íslands.  Á meðan á því ferli stendur eru flugvélar Northern Light Leasing í tekjuskapandi verkefnum.

Lykilstjórnendur Air Atlanta Icelandic sem stóðu að kaupunum á Air Atlanta Icelandic og Northern Lights Leasing harma þær rangærslur sem að koma fram í grein Viðskiptablaðsins um sölu félagana, sem gefa ranga og neikvæða mynd af umræddri sölu."
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK